Vegan pitza með Pestó Sól

    Liba original-pitsubotn (finnst í frystideildum flestra verslana)
    2-3 msk. PESTÓ SÓL
    10 stk sykurbaunir skornar í 1/2
    Vegan-ostur, að vild eða mozzarella ostur
    4-5 sveppir skornir niður
    8-10 stk skornir í 1/2 cherry tómatar
    1-2 lúkur af fersku salati

     

    Aðferð:

    Smyrjið PESTÓ SÓL yfir botninn og setjið ostinn þar ofan á. Skerið niður grænmetið og setjið á botninn.

    Bakið í ofni í 7-10 mín á 200 gráður.
    Þegar pitsan er tilbúin bætið þá við salati og extra meira af PESTÓ SÓL.