ÆVINTÝRI BRAGÐLAUKANNA
Leyfum bragðlaukunum að fara á flug
Gerðu þér glaða kvöldstund með vinum, vinnufélögum eða fjölskyldunni í óvenjulegri matarupplifun heima hjá Önnu Mörtu.
Aðeins er unnið með hreint og ferskt hráefni þar sem aðaluppistaðan er flatbrauð, grænmeti, sósur og hráfæðisbitar.
Á námskeiðinu fáið þið að kynnast:
- Hvernig við getum bætt meira grænmeti og ávöxtum inn í daglegt líf.
- Hvernig við getum sparað peninga með því að nesta okkur fyrir daginn.
- Hvernig við getum fengið börnin okkar til að borða meira grænmeti.
- Hvaða áhöld við getum notað til að gera matinn meira spennandi.
- Hvernig við getum nýtt tíma okkar betur til matargerðar.
- Hver eru einkenni fæðuóþols, og skyndibiti – hvað er það?
Lágmarksfjöldi í hóp er 20 manns. Námskeiðið hentar báðum kynjum.
Uppskriftir eru sendar rafrænt að námskeiði loknu.
Endilega hafið samband ef ykkur vantar nánari upplýsingar.
Kær kveðja, Anna Marta
Sími: 821-8152
annamarta@annamarta.is

UMSAGNIR
Átti dásemdarkvöldstund með rúmlega 20 konum um daginn og fórum við saman í ævintýraferð bragðlaukanna. Anna Marta Asgeirsdottir er líkamsræktarþjálfari og matgæðingur með fleiru sem hefur sérlega ástríðu fyrir heilsusamlegum lífstíl, næringarríkum, litríkum, fallegum og bragðgóðum mat. Hún kom í heimahús með dásemdarmat sem hún útbjó fyrir okkur. Þvílíkar krásir og allt hreinn, næringaríkur og fallegur matur. Þessu fylgdi fróðleikur og uppskriftir. Anna Marta sjálf er uppspretta jákvæðrar orku og smitar alla í kringum sig af gleði - við hlógum nánast allt kvöldið.Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir hópa, t.d. vinkonuhópa, fjölskyldu eða vinnustaðahópa. Þetta er hiklaust upplifun fyrir allan peninginn.
Ævintýri bragðlaukana var virkilega áhugavert námskeið þar sem Anna Marta opnaði augu mín fyrir fjölmörgum nýjungum í
eldhúsinu. Ég er alltaf að leita að nýjum einföldum hugmyndum til að gera mat fjölskyldunnar hollari. Á einni kvöldstund fékk ég fullt
af hugmyndum og lærði nýjar aðferðir til að útbúa hollan og fallegan mat! Síðast en ekki síst kenndi Anna Marta mér að búa til
sælgæti. Ég elska nammi og komst í sæluvímu þegar hún kynnti fyrir okkur konfektið sitt. Ég hélt að það væri ekki hægt, en það er
sem sagt hægt að búa til gott nammi án sykurs!
Anna Marta mín, mig langaði bara að þakka þér fyrir æðislegt gærkvöld. Þetta er svo flott „concept“ hjá þér, allt svo fallega
framsett og auðvitað dásamlega gott. Svo ert þú náttúrlega aðaltrompið í þessu öllu saman; svo geislandi og kraftmikil!