Karfa

Tóm

Skoðaðu þessar vörur

FJARÞJÁLFUN

Anna Marta er reyndur líkamsræktar- og einkaþjálfari með yfir 20 ára reynslu í greininni.Hún býður upp á einstakt fjarþjálfunarprógram sem er hannað til að hjálpa einstaklingum að ná heilbrigðu jafnvægi á hreyfingu og næringu sem leiðir til betri andlegrar heilsu. Í þessu prógrammi býður Anna Marta upp á tíma í beinni á lokuðu svæði á Facebook, sem auðveldar þér að halda rútínu, mæta í tíma og haga þjálfuninni eins og þér hentar. Anna Marta er hvetjandi og jákvæð og leggur áherslu á að allir finni æfingar við sitt hæfi.Netþjálfun er aðgengileg öllum og er sérstaklega hentug þeim sem vilja spara tíma, þurfa að ferðast og vilja ekki missa rútínu eða búa þannig að þeir hafa ekki aðgang að líkamsræktarstöð.

Fjarþjálfun með Önnu Mörtu

  • Fjölbreyttir tímar: styrkur, liðleiki og þol
  • Aðgangur að tímum í lifandi streymi
  • Aðgangur að eldri æfingum
  • Æfingar þar sem þér hentar
  • Æfingar þegar þér hentar

Anna Marta sameinar styrk, kraft og liðleikaþjálfun í tímunum hjá sér til að skapa jafnvægi og hjálpa þér að ná sem bestum árangri. Tímarnir eru fjölbreyttir og hressandi. Anna Marta passar uppá að hafa jafnvægi og leiðbeinir þér með góðar og vandaðar æfingar sem þú gerir heima þannig að það skiptir engu máli hvar þú býrð, eða hvernig æfingaföt þú átt.

Þjálfun þegar þér hentar

Á námskeiðinu færðu aðgang að hóp á netinu og fjöldanum öllum af myndböndum með æfingum fyrir mismunandi þætti. Þú getur einnig tekið þátt í lifandi streymi og gert æfingarnar með hópnum þegar það á við. Allar upplýsingar koma í gegnum netið og þú færð linka á nýjasta efnið.