FJARÞJÁLFUN


 

Anna Marta er reyndur líkamsræktar- og einkaþjálfari með yfir 20 ára reynslu í greininni. Hún býður upp á einstakt fjarþjálfunarprógram sem er hannað til að hjálpa einstaklingum að ná heilbrigðu jafnvægi á hreyfingu og næringu sem leiðir til betri andlegrar heilsu. Í þessu prógrammi býður Anna Marta upp á tíma í beinni á lokuðu svæði á Facebook, sem auðveldar þér að halda rútínu, mæta í tíma og haga þjálfuninni eins og þér hentar. Anna Marta er hvetjandi og jákvæð og leggur áherslu á að allir finni æfingar við sitt hæfi. Netþjálfun er aðgengileg öllum og er sérstaklega hentug þeim sem vilja spara tíma, þurfa að ferðast og vilja ekki missa rútínu eða búa þannig að þeir hafa ekki aðgang að líkamsræktarstöð.

Fjarþjálfun með Önnu Mörtu

  • Fjölbreyttir tímar: styrkur, liðleiki og þol
  • Aðgangur að tímum í lifandi streymi
  • Aðgangur að eldri æfingum
  • Æfingar þar sem þér hentar
  • Æfingar þegar þér hentar

Anna Marta sameinar styrk, kraft og liðleikaþjálfun í tímunum hjá sér til að skapa jafnvægi og hjálpa þér að ná sem bestum árangri. Tímarnir eru fjölbreyttir og hressandi. Anna Marta passar uppá að hafa jafnvægi og leiðbeinir þér með góðar og vandaðar æfingar sem þú gerir heima þannig að það skiptir engu máli hvar þú býrð, eða hvernig æfingaföt þú átt.

Þetta er tíminn þinn!

 

 

Anna Marta þjálfar

„Vellíðan snýst um meira en bara hollt mataræði og góða líkamlega heilsu - hún snýst líka um að temja sér jákvætt og yfirvegað hugarfar og gefast ekki upp. Allir geta gert eitthvað og við byrjum þar sem þú ert og vinnum okkur áfram.“ 

- Anna Marta

 

 UMSAGNIR

„Það tók á að kreista sjampóbrúsann eftir æfingu hjá Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur í morgun. Í svona tímum hugsar maður 'vá hvað ég væri að missa af miklu ef ég væri ekki hérna, ég er bara að græða'. Eitt orð FORRÉTTINDI!!!"

„Takk fyrir frábæran tíma í morgun. Dásamlegt að fá svona góðar teygjur og ljúfa hvatningu frá þér inn í daginn svona mitt í allri þessar Covid bugun. Takk, takk takk."

„Elsku besta AM. Þú veldur ekki vonbrigðum. Frábær tími og krefjandi. Takk í dag.“

„Þessi var æði og erfið. Þér tekst alltaf að finna nýjar samsetningar sem reyna á allan líkamann, takk í dag.“

„Frábær tími. Þú toppar þig aftur og aftur með skemmtilegum og krefjandi æfingum, takk.“

„Takk fyrir tímann! Ég dáist að þér hvað þú nærð alltaf að gera tímana fjölbreytta“

„Elska þetta svona allskonar. Þú ert svo mikill snillingur Anna Marta, segi það og skrifa.“

"Elskaði þessa æfingu. Æfingar sem ég hef aldrei gert, algjörlega frábær æfing og ekkert betra start inn í þennan dásamlega laugardag, takk fyrir mig."

- Þáttakendur

 



Skrá mig