ÍSBJÖRNINN HRINGUR


 

Ísbjörninn Hringur er lukkudýr Barnaspítala Hringsins. Þar kemur hann fram og hefur ofan af fyrir börnunum á spítalanum, skemmtir þeim og fræðir. Anna Marta Ásgeirsdóttir og eiginmaður hennar Ingólfur Örn Guðmundsson færðu hann Barnaspítalanum að gjöf eftir að hafa fjármagnað hann með brúðkaupsgjöfunum sínum, en þau giftu sig árið 2005. Í stað þess að fá gjafir báðu þau veislugesti að aðstoða sig við koma þessu góðgerðarverkefni af stað.

Hringur verður til
Anna Marta og Ingólfur vildu láta gott af sér leiða og í samvinnu við yfirlækni og hjúkrunarfólk á Barnaspítala Hringsins varð hugmyndin að ísbirninum Hring að veruleika. Þau sköpuðu karakterinn, unnu með fagfólki í búningagerð til að búningurinn yrði sem eðlilegastur og hafa séð um að fá leikara til að leika Hring og koma fram á spítalanum í samvinnu við stjórnendur barnadeildanna.

 

Ísbjörninn Hringur gleður börnin á Barnaspítala Hringsins   Hringur hittir krakkana á Barnaspítalanum Ísbjörninn Hringur gleður börnin á Barnaspítala Hringsins

 

Súkkulaðið Dásemd selt til styrktar Hring

Til þess að viðhalda verkefninu og fjármagna það hóf Anna Marta að búa til súkkulaðið Dásemd sem hún seldi fyrir jólin til styrktar Hring. Með því hefur henni tekist að halda verkefninu gangandi og enn þann dag í dag heimsækir Hringur börnin á spítalanum sem bíða hans yfirleitt með eftirvæntingu. Fyrirtækið gefur nú ákveðinn ágóða af sölu Tropic hringsins, sem er arftaki Dásemdar, til verkefnisins ár hvert til að tryggja að Hringur fái áfram að gleðja stór og lítil hjörtu á spítalanum.

 

 

 

Ísbjörninn Hringur er guðfaðir sætbitanna í Hring
Súkkulaðiframleiðslan vatt upp á sig. Dásemd varð að Hring Tropical og á endanum að þeirri fjölbreyttu vörulínu HRINGUR náttúrusúkkulaði sem Anna Marta framleiðir og selur um allt land.