Karfa

Tóm

Skoðaðu þessar vörur

LOVÍSA

Lovísa Ásgeirsdóttir, frumkvöðull og líkamsræktarþjálfari, deilir ástríðu systur sinnar á matargerð, hreyfingu og heilbrigðum lífstíl. Hún er reynslubolti á svið matvælaframleiðslu eftir að hafa starfað sem framleiðslustjóri í fiskvinnslu í áratugi. Hennar þekking á framleiðslu, gæðaeftirliti og stöðlun styrkir alla framleiðslu fyrirtækisins og tryggir bestu mögulegu gæði vörunnar.

Lovísa er HACCP sérfræðingur og útbjó gæðahandbók fyrirtækisins sem notuð hefur verið í öllu vinnsluferlinu frá upphafi. Hún hefur yfirumsjón með framleiðsluferlinu frá fyrsta handtaki og þar til varan er komin í umbúðir og tilbúin til dreifingar. Hún leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, nákvæmni og stöðlun í ferlinu og hlúir að handverkinu af alúð.

Lovísa er einnig mikill sælkeri sem hefur þróað sínar eigin uppskriftir. Hún hefur starfað sem líkamsræktarþjálfari síðan á níunda áratugnum og hefur mikla reynslu af því að styðja fólk í að tileinka sér hollari lífhætti og aukna hreyfingu. Sköpunargleðin fær útrás í eldhúsinu og þar leggur Lovísa áherslu á að maturinn sé nærandi, fallegur og sameini vini og fjölskyldu á kærleiksríkan hátt. Hún nýtur þess að vinna með ferskt, hollt og spennandi hráefni og koma náttúrlegri og heilnæmri vöru á markað með tvíbura sínum Önnu Mörtu.