Karfa

Tóm

Skoðaðu þessar vörur

UM OKKUR

Anna Marta ehf er matvöru- og lífstílsfyrirtæki stofnað af Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur árið 2019. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til djúprar ástríðu hennar fyrir hollum mat, hreyfingu og góðum lífsvenjum.

Fagleg matvöruframleiðsla
Í dag er fyrirtækinu stýrt af tvíburasystrunum Önnu Mörtu og Lovísu.  Með miklum vexti frá nóvember 2020 í framleiðslu og hugmyndum sá Anna Marta að hún þyrfti aukin mannauð. Hennar besta val var að bjóða Lovísu, tvíburasystur sinni að ganga til liðs við vörumerkið sitt. Lovísa kom inn í fullt starf í ágúst 2022. Fram að því aðstoðaði Lovísa systur sína með gæðamál í framleiðslu. 

Tvíburarnir hafa alltaf verið afar sam­stíga, eiga sam­eigin­leg á­huga­mál og hafa nú látið þann draum rætast að vinna saman að eigin framleiðslu. Fyrirtækið býður upp á ferst og bragðmikið pestó í nokkrum útfærslum ásamt dásamlegu döðlumauki og handgerðum súkkulaðihringjum sem slegið hafa í gegn.

Ferskar vörur úr náttúrlegum hráefnum
Hjá Önnu Mörtu eru framleiddar ferskar, hollar og náttúrulegar matvörur úr hágæða hráefni án allra aukaefna. Fyrirtækið leggur áherslu á að vörurnar séu bæði ljúffengar og aðlaðandi og færi fólki vellíðan og jákvæða upplifun. Allar vörurnar eru unnar í höndunum í fageldhúsi með ströngum gæðaeftirlitsstöðlum.

Lífstíll, upplifun og þjálfun
Lífsstílsbreytingar og námskeið eru hluti af starfsemi Önnu Mörtu. Fyrirtækið býður upp á matarupplifunina Ævintýri bragðlaukanna þar sem tekið er á móti hópum og ferskt og fallegt hráefni kynnt með áherslu á að fræðast, njóta og gleðjast yfir góðum mat.    

Í boði er einnig fjarþjálfun í líkamsrækt og 4 vikna matarþjálfunarprógramm þar sem unnið er að því að breyta matarvenjum og lífstíl og rækta heilbrigt samband við mat og hreyfingu. Anna Marta styður þátttakendur í að þróa þá færni og venjur sem þarf til að viðhalda jafnvægi á þessum sviðum og næra líkama og sál.

„Sönn vellíðan snýst ekki bara um að borða hollt og hreyfa sig reglulega, heldur einnig um að temja sér jafnvægi og glaðværan lífsstíl sem heiðrar tengsl okkar við okkur sjálf.“

– Anna Marta