Karfa

Tóm

Skoðaðu þessar vörur

Kjúklingapasta með Pestó Sól

Kjúklingapasta með Pestó Sól

1 pk ferskar kjúklingabringur  (4 bringur )
1 pk ferskt Fettuccine 250 gr
Sósa:
2 stk meðalstór skalottlaukur
1 stk geiralaus hvítlaukur
½ ltr matreiðslurjómi
1 krukka PESTÓ SÓL frá ANNA MARTA
Ólífuolía
Grænmetiskraftur
Salt og pipar

 Kjúklingapasta með Pestó Sól

  • Kjúklingur skorin í hæfilega munnbita, steiktur á pönnu með góðri ólífuolíu, kryddað eftir smekk.
  • Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  •  Sósan: saxið skalottlaukinn og hvítlaukinn smátt. Ólífuolía og hluti af olíunni frá Sól pestóinu hituð í potti, laukurinn látin brúnast örlítið í olíunni þegar það er klárt þá bæta Sól pestóinu við og grænmetiskrafti. Látið malla aðeins, svo er rjómanum bætt við hrært vel við vægan hita þar til byrjar að sjóða. Leyfið sósunni að sjóða í fimm mínútur og hrærið af og til í á meðan. Sósan er bragðbætt með grænmetiskrafti, salt og pipar.  
  • Bætið kjúklingnum í sósuna og hellið sósunni yfir pastað.
  • Mæli með ferskri basiliku, tómötum og rifnum parmesan osti til að toppa réttinn.
Fyrri
Næsta