ANNA MARTA


Anna marta

Anna Marta hefur ástríðu fyrir hollum mat og hreyfingu. Hún vinnur sem þjálfari og hefur á undanförnum árum enn fremur starfað við að fræða og leiðbeina fólki um hollari lífsvenjur.

Meginhugmyndafræði Önnu Mörtu er ekki eingöngu sú að borða hollt, heldur segir hún það jafnmikilvægt að maturinn sé litríkur, fallegur og auðvitað bragðgóður.

Anna Marta hefur á undanförnum árum haldið námskeið sem heita Ævintýri bragðlaukanna og framleiðir að auki sínar eigin vörur
undir vörumerkinu ANNA MARTA.

Viðtal á Hringbraut: 
Arnar Gauti kom í heimsókn og tók viðtal við mig á Hringbraut í nóvember 2020. Sem má sjá HÉR. 

Heilsurækt í COVID
Covid ástandið gerði mér það kleift að halda áfram að gera lífið gott fyrir mig og aðra . Nú býð ég upp á live tíma á lokuðu svæði á FB. Þannig næ ég að halda fólk við lífsvenjur sínar sem gleðja líkama og sál

Hringur Ísbjörn 
Árið 2005 stofnuðum við hjónin verkefni á Barnaspítala Hringsins . Verkefnið snýst um Ísbjörninn Hring sem kemur reglulega í heimsókn á spítalann og gleður stór og smá hjörtu . Hringur hefur komið fram í Stundinni okkar og Landanum.

Samstarf
Ég er opin fyrir hvers konar samstarfi á sviði hreyfingar og mataræði

 Tengjumst
annamarta@annamarta.is
+354 821 8152

Anna Marta Instagram Anna Marta Facebook