Karfa

Tóm

Skoðaðu þessar vörur

UPPLIFUN

Anna Marta býður upp á matarupplifun fyrir allar tegundir hópa, vinnustaði og fjölskyldur þar sem áhersla er lögð á að sameinast yfir hollum og góðum mat sem unninn er úr fersku og fallegu hráefni.

Ævintýri bragðlaukanna er viðburður sem hefur gengið í fjölda ára þar sem tekið er á móti hópum og ferskt og fallegt hráefni kynnt með áherslu á að fræðast, njóta og gleðjast yfir góðum mat. 

Hægt er að panta matarviðburði í heimahús, á vinnustað eða í sal og sér fyrirtækið um allan pakkann. Lágmarksfjöldi í hóp er 20 manns og hentar báðum kynjum. 

Umsagnir

"Ævintýri bragðlaukana var virkilega áhugavert námskeið þar sem Anna Marta opnaði augu mín fyrir fjölmörgum nýjungum í eldhúsinu. Ég er alltaf að leita að nýjum einföldum hugmyndum til að gera mat fjölskyldunnar hollari. Á einni kvöldstund fékk ég fullt af hugmyndum og lærði nýjar aðferðir til að útbúa hollan og fallegan mat! Síðast en ekki síst kenndi Anna Marta mér að búa til sælgæti.

Ég elska nammi og komst í sæluvímu þegar hún kynnti fyrir okkur konfektið sitt. Ég hélt að það væri ekki hægt, en það er sem sagt hægt að búa til gott nammi án sykurs!"

- Ása Tryggvadóttir

Nánari upplýsingar, fyrirspurnir og bókanir

Please contact us using the form below and we will give you more information.

Recaptcha skilmálar