Karfa

Tóm

Skoðaðu þessar vörur

Matarþjálfun

Matarþjálfun er 4 vikna námskeið í bættum lífsvenjum í kringum næringu og mataræði. Matarþjálfunin byrjar með viðtali þar sem við förum yfir matarvenjur þínar. Við förum yfir hvernig hægt er að breyta þeim með því markmiði að hámarka næringarinntöku þína. Við skoðum hvernig skipulag dagsins er hjá þér, hvernig vinnan og fjölskylda hefur áhrif á matarval þitt og finnum í kjölfarið leiðir til að ná meiri árangri.

Einfalt og þægilegt
Matarþjálfun er einföld í framkvæmd, eftir fyrsta viðtalið erum við í daglegum samskiptum í gegnum Facebook Messenger. Þú sendir mér myndir af næringu þinni þann daginn, ég leiðbeini þér um matarval og veiti þér markvissa endurgjöf um alla þína næringu.

Betri samsetning máltíða
Ég leiðbeini þér hvernig hægt er að borða meira af hreinni fæðu, um samsetningu próteina, trefja, fitu og kolvetna. Saman finnum við leiðir að settu marki. Við förum yfir svengdartilfinningu, seddutilfinningu og þorstatilfinningu og fókusum saman á jákvæðar breytingar varðandi matarval og næringu á þessum vikum.

Sérhannað fyrir þig
Enginn einstaklingur hefur sama fingrafarið. Það sem hentar þér þarf ekki að henta öðrum og mitt markmið er að vera stuðnings- og aðhaldsboltinn þinn sem hjálpar þér að bæta orku og vellíðan í lífi þínu. Við vinnum saman að því að þú upplifir matinn þinn á jákvæðan hátt með kærleiksríkri nálgun þar sem hrein, litrík og næringarrík fæða kemur inn og gefur þér orku og ánægju.

Innihald námskeiðs og kostir matarþjálfunar

  • 4 vikna námskeið
  • Aðlagað að þér
  • Myndræn matardagbók
  • Ný samsetning á fæðu
  • Nýtt viðhorf til matar
  • Samvinna, stuðningur og fræðsla

  • Einfalt í framkvæmd
  • Ítarlegt viðtal í byrjun
  • Dagleg samskipti
  • Sendir mynd af matnum
  • Færð endurgjöf og stuðning
  • Gleði og fegurð í næringu

  • Þú sefur betur
  • Þú verður orkumeiri
  • Færri sentimetrar og kíló
  • Sjálfstraustið eykst
  • Þú lærir um nýjar aðferðir varðandi mataræði
  • Þú lærir inn á jafnvægi í matarvali
  • Hugarfarsbreytingar varðandi fæðuval
  • Heilbrigðara samband við mat
  • Þú lærir að þekkja tilfinningar þínar tengdar mat, svengd, seddu og þorsta
  • Löngun á kvöldin minnkar eða hættir jafnvel

„Sönn vellíðan snýst ekki bara um að borða hollt og hreyfa sig reglulega, heldur einnig um að temja sér jafnvægi og glaðværan lífsstíl sem heiðrar tengsl okkar við okkur sjálf.“

– Anna Marta

Að lokum munt þú upplifa sigurtilfinningu og vellíðan sem þú getur nýtt þér í framtíðinni.