Matarþjálfun - Fjárfesting í heilsu


Matarþjálfun - Fjárfesting í heilsu.
Matarþjálfun er 4 vikna námskeið í bættum lífsvenjum í kringum næringu og mataræði. Matarþjálfunin byrjar með viðtali þar sem við förum yfir matarvenjur þínar.  Við förum yfir hvernig hægt er að breyta þeim með því markmiði að hámarka næringarinntöku þína.  Við skoðum hvernig skipulag dagsins er hjá þér, hvernig vinnan og fjölskylda hefur áhrif á matarval þitt og finnum í kjölfarið leiðir til að ná meiri árangri.
Matarþjálfun er einföld í framkvæmd, eftir fyrsta viðtalið erum við í daglegum samskiptum í gegnum Facebook Messenger. Þú sendir mér myndir af næringu þinni þann daginn, ég leiðbeini þér um matarval og veiti þér markvissa endurgjöf um alla þína næringu. Ég leiðbeini þér hvernig hægt er að borða meira af hreinni fæðu, um samsetningu próteina, trefja, fitu og kolvetna.  Saman finnum við leiðir að settu marki.  Við förum yfir svengdartilfinningu, seddutilfinningu og þorstatilfinningu og fókusum saman á jákvæðar breytingar varðandi matarval og næringu á þessum vikum.
Enginn einstaklingur hefur sama fingrafarið. Það sem hentar þér þarf ekki að henta öðrum og mitt markmið er að vera stuðnings- og aðhaldsboltinn þinn sem hjálpar þér að bæta orku og vellíðan í lífi þínu.

Helstu kostir matarþjálfunar:

  • Þú lærir um nýjar aðferðir varðandi mataræði.
  • Þú verður orkumeiri.
  • Heilbrigt samband við mat.
  • Þú lærir inn á jafnvægi í matarvali.
  • Hugarfarsbreytingar varðandi fæðuval.
  • Þú lærir að þekkja tilfinningar þínar tengdar mat, svengd, seddu og þorsta.
  • „Cravings“ á kvöldin minnkar eða hættir jafnvel.
  • Þú sefur betur.
  • Færri sentimetrar og kíló.
  • Sjálfstraustið eykst.

 

Að lokum munt þú upplifa meiri sigurtilfinningu og vellíðan sem þú getur nýtt þér í framtíðinni 🤍

UMSAGNIR


Það sem matarþjálfunin hjá Önnu Mörtu hjálpaði mér mest með var að brjótast út úr megrunarkúra „allt eða ekkert“ hugsuninni sem hefur fylgt mér alltof lengi. Ég tileinka mér núna 80%/20% regluna, á í heilbrigðara sambandi við mat þar sem ég er að breyta um lífstíl en ekki fara í megrun með tilheyrandi öfgum. Núna er ég er miklu meðvitaðri um hvað ég vel mér að borða, hvernig mér líður eftir máltíðir og kann betur að hlusta á líkamann. Mæli hiklaust með matarþjálfun hjá Önnu Mörtu, frábært að fá svona gott aðhald og aðstoð á meðan maður er að tileinka sér breyttar matarvenjur.

- Vilborg Jónsdóttir

Hvað matarþjálfunin gerði fyrir mig..

Meðvitund mín um rétta sametningu á máltíðum mínum jókst gífurlega. Þú gerðir það mikilvæga verkefni að raða réttri næringu saman svo einfalt og skemmtilegt. Engir öfgar í einu né neinu, bara leiðrétta það sem betur mætti fara sem skilaði sér í mun betri líðan. Sykurlönguni nánast hvarf eftir fyrstu dagana með þér, púkinn sem henti mér í kexskúffuna eftir vinnudaginn fór út í hafsauga og fær að vera þar. Rétt samsettar máltíðir kalla á færri máltíðir þar sem næringin er fullkomlega að skila sér. Frábært að geta haft þig með mér á hverjum degi í heilan mánuð og geta leitað í hafsjó þinn af visku um mat og næringu hans. Takk fyrir að hjálpa mér að líða betur í eigin skinni með góðum breytingum á auðveldan hátt. 😘😘😘


- Hafdís Guðmundsdóttir

Matarráðgjöfin hjá Önnu Mörtu var mjög góð viðbót inn í mínar matarvenjur. 

Ég hef með árunum verið að fínpússa mataræðið, sleppa öfgum og ná betra jafnvægi. Anna Marta hjálpaði mér enn frekar að hugsa jákvætt um það sem ég borða og vera meðvitaðri um það sem ég læt ofan í mig. Mér þótti gaman að senda myndir af máltíðum til hennar og sjá þannig svart á hvítu hvað það væri sem ég væri að borða. Þannig varð ég enn meðvitaðri en áður um hvað ég var að borða, hvernig mínar matarvenjur voru og hvað það væri sem mig langaði að  bæta. Ég sá fljótt að ég þyrfti að bæta meira grænmeti við stóru máltíðirnar og einnig borða meira fyrri part dags til að lenda ekki í sykurfalli seinni partinn. 

Eitt það besta sem matarráðgjöfin gaf mér var að ég huga núna betur að samsetningu máltíða, þ.e. að passa upp á góð hlutföll milli próteins, fitu, trefja og kolvetna og ég er meðvitaðri um hvort ég sé svöng eða ekki eða hvort ég sé eingöngu að borða af gömlum vana. 

Kærar þakkir fyrir mig elsku Anna Marta, þú ert uppfull af góðri orku og girnilegum matarhugmyndum 😉 

- Hrund Ottósdóttir

Matarþjálfunnin hjá Önnu Mörtu hefur hjálpað mér gríðarlega að eiga heilbrigt samband við mat !

Ég er ekki endalaust að borða/narta því ég hef verið að gera alltof mikið af því þótt ég sé ekki svöng. 

Frábært hvað hún er dugleg að bregðast við hvað ég geri vel og get bætt mig í.  Hún sendir endalausar hugmyndir af samsettri fæðu og hugmyndir af kvöldmat og millimáli.

Mér finnst hún halda virkilega vel utan um mann í þessar 4 vikur og mun ég búa að þessu alla tíð.  Ekki skemmir fyrir að kíló og cm fjúka😊 ég finn mikinn mun á blóðsykri og meltingu og er ekki illt í maganum, sem var fastur liður hjá mér.

Fjölskyldan tekur virkan þá í þessu með mér, því þetta er matarræði sem hentar öllum á heimilinu. Nóg af fjölbreyttri og góðri fæðu 

Eins og hún sagði mér margoft í gegnum þetta ferli að þá er ekkert bannað ! Það er allt gott í hófi.

Ég er mjög þakklát fyrir að hafa byrjað að æfa hjá Önnu Mörtu því líf mitt hefur breyst alveg ótrúlega mikið og hún er dugleg að segja okkur að við þurfum að elska okkur sjálf - sjálfsást er mikilvæg svo við getum átt gott og heilbrigt líf fyrir okkur og fjölskylduna

- Rakel Sigurðardóttir